Grænn markaður er umboðsaðili fyrir garðyrkjustöðvar sem staðsettar eru á suðurlandi, nánar tiltekið á Flúðum í Hrunamannahreppi, Laugarási og Reykholti í Biskupstungum, Hveragerði og Mosfellsbæ.
Íslensk blóm eru ræktuð árið um kring með vistvænum hætti með hjálp jarðvarma, raflýsingar og lífrænna varna.
Fjölmargar tegundir afskorinna blóma og pottaplantna eru ræktaðar á íslandi og óhætt er að fullyrða að almennt hafi íslenskir blómabændur náð frábærum árangri við framleiðslu sína.
Nálægð garðyrkjustöðvanna við markaðinn ásamt daglegum flutningum tryggja ferskleika vörunnar.