Láttu afskornu blómin þín endast lengur!
- Settu blómin þín strax í vatn.
- Skerðu 1-2 cm neðan af stilkunum með beittum hníf.
- Fjarlægðu öll blöð sem annars myndu lenda undir vatnsborðinu.
- Notaðu hreina blómavasa og hreint vatn með blómanæringu.
- Fylgstu með vatninu í vasanum og bættu við eftir þörfum.
- Hafðu blómin ekki nálægt hitagjöfum s.s. ofni eða sólarljósi.